Körfubolti

Jay-Z ætlar að gerast umboðsmaður NBA-leikmanna

Jay-Z ásamt Spike Lee, þekktasta stuðningsmanni NY Knicks.
Jay-Z ásamt Spike Lee, þekktasta stuðningsmanni NY Knicks.
Rapparinn heimsfrægi, Jay-Z, er mikill körfuboltaáhugamaður og hann á hlut í NBA-liðinu Brooklyn Nets. Hann ætlar nú að selja hlut sinn í félaginu svo hann geti einbeitt sér að öðrum hlutum.

Jay-Z vill nefnilega vera umboðsmaður leikmanna í NBA-deildinni og hann getur ekki unnið við það ef hann er eigandi hjá Brooklyn.

Þó svo Jay-Z eigi aðeins innan við eins prósenta hlut í félaginu hefur hann verið virkur í öllu starfi félagsins og lagði sín lóð á vogarskálarnar við að koma félaginu frá New Jersey til Brooklyn.

Hann hefur þegar stofnað umboðsmannaskrifstofu. Rapparinn vill einbeita sér að markaðsmálum leikmannanna. Hann vill búa til stjörnur með þeim samböndum sem hann hefur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×