Aðstoðardómari réðst á leikmann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2013 16:45 Dómarar í knattspyrnu sem öðrum íþróttum þurfa oft að láta óréttmæta gagnrýni yfir sig ganga. Stundum hafa leikmenn látið dómarana finna til tevatnsins en yfirleitt tekst dómurum þó að halda sig á mottunni. Musa Kadyrov, aðstoðardómari frá Tsjetsjeníu missti sig hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik varaliða Amkar Perm og Terek Grozny. Réðst hann á átján ára leikmann Amkar, Ilya Krichmar. „Dómarinn flautaði til leiksloka og ég ætlaði að ganga í áttina að varamannabekknum þegar einhver, upp úr þurru, hrinti mér í jörðina og byrjaði að sparka í mig og slá til mín," sagði hinn átján ára Krichmar. Eitthvað hefur táningurinn gert af sér í leiknum þótt erlendir fréttamiðlar hafi lítið fjallað um þann þátt. Í það minnsta reyndu fleiri leikmenn Terek að ráðast á Krichmar sem slapp þó með skrekkinn. Alexei Spirin, sem áður dæmdi á vegum FIFA, var eftirlitsmaður á vellinum. Hann var að vonum ósáttur með frammistöðu aðstoðardómarans. „Á löngum ferli hef ég aldrei séð annað eins. Þessi maður á ekki að vera dómari," sagði Spirin sem sparaði ekki stóru orðin. „Hann skildi ekki reglurnar og þess utan réðst hann á leikmann. Á einkunnaskalanum 1-10 þá fær hann núll í einkunn og ég mun skila sérstakri skýrslu. Hann fær ekki að dæma aftur." Fótbolti Video kassi sport íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Dómarar í knattspyrnu sem öðrum íþróttum þurfa oft að láta óréttmæta gagnrýni yfir sig ganga. Stundum hafa leikmenn látið dómarana finna til tevatnsins en yfirleitt tekst dómurum þó að halda sig á mottunni. Musa Kadyrov, aðstoðardómari frá Tsjetsjeníu missti sig hins vegar þegar flautað var til leiksloka í leik varaliða Amkar Perm og Terek Grozny. Réðst hann á átján ára leikmann Amkar, Ilya Krichmar. „Dómarinn flautaði til leiksloka og ég ætlaði að ganga í áttina að varamannabekknum þegar einhver, upp úr þurru, hrinti mér í jörðina og byrjaði að sparka í mig og slá til mín," sagði hinn átján ára Krichmar. Eitthvað hefur táningurinn gert af sér í leiknum þótt erlendir fréttamiðlar hafi lítið fjallað um þann þátt. Í það minnsta reyndu fleiri leikmenn Terek að ráðast á Krichmar sem slapp þó með skrekkinn. Alexei Spirin, sem áður dæmdi á vegum FIFA, var eftirlitsmaður á vellinum. Hann var að vonum ósáttur með frammistöðu aðstoðardómarans. „Á löngum ferli hef ég aldrei séð annað eins. Þessi maður á ekki að vera dómari," sagði Spirin sem sparaði ekki stóru orðin. „Hann skildi ekki reglurnar og þess utan réðst hann á leikmann. Á einkunnaskalanum 1-10 þá fær hann núll í einkunn og ég mun skila sérstakri skýrslu. Hann fær ekki að dæma aftur."
Fótbolti Video kassi sport íþróttir Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn