Fótbolti

Balotelli ósáttur við dómarana

Mario Balotelli, framherji AC Milan, er ekki sáttur við dómarana í ítölsku deildinni en hann segist ekki fá sömu meðferð hjá þeim og aðrir leikmenn.

Balotelli fékk að líta gula spjaldið fyrir kjaftbrúk um helgina. Hann gat spilað leikinn þar sem bann hans fyrir að hella sér yfir aðstoðardómara var stytt um einn leik.

Balotelli hefur verið að láta dómgæsluna trufla sig og því lent í ítrekuðum rimmum við dómarana. Hann er búinn að fá fimm gul spjöld í níu leikjum.

"Það er ekki eðlilegt að það sé stanslaust sparkað í mig án þess að dómararnir flauti. Svo segi ég eitt orð við þá og þá fæ ég alltaf gula spjaldið," sagði Balotelli pirraður.

"Þess vegna er ég alltaf í banni. Ég má ekkert segja á meðan aðrir geta gert nákvæmlega það sem þeir vilja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×