Körfubolti

NBA: Bulls í lykilstöðu eftir sigur á Nets í þríframlengdum leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA í nótt en þar má helst nefna frábæran sigur Chicago Bulls á Brooklyn Nets, 142-134, eftir þríframlengdan leik.

Brooklyn Nets var með pálmann í höndunum þegar venjulegum leiktíma var við það að ljúka en heimamenn í Bulls neituðu að leggja árar í bát og náðu að jafna metin.

Bulls var ávallt einu skrefi á undan í framlengingunum og náðu að lokum að tryggja sér sigur. Chicago Bulls leiðir því einvígið 3-1. Nate Robinson, leikmaður Bulls, gerði 34 stig í leiknum en Deron Williams var atkvæðamestur í liðið Nets með 32 stig.

Það er mikil spenna í einvígi Memphis Grizzlies og LA Clippers en Grizzlies náðu að jafna einvígið í 2-2 í nótt eftir öruggan sigur 104-83. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu báðir 24 stig fyrir Memphis og voru öflugir í nótt.

Oklahoma City Thunder vann flottan sigur á Houston Rockets, 104-101,  og leiðir því einvígið 3-0. Russell Westbrook, leikmaður OKC, meiddist illa í vikunni og verður ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins. Frábær sigur hjá liðinu sem er að öllum líkindum á leiðinni áfram. Kevin Durant var stórkostlegur í liði OKC en hann gerði 41 stig og tók 14 fráköst.

Atlanta Hawks bar sigur úr býtum gegn Indiana Pacers, 90-69, og minnkuðu muninn í einvíginu 2-1.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×