Félagshyggja til framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 23. apríl 2013 07:00 Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í meintri velmegun frjálshyggjuáranna varð veruleiki sumra lyginni líkastur. Margir fóru að líta á ýmislegt sem eðlileg lífsgæði og sjálfsagðar kröfur, sem voru fjarri öllum sanni. Í hamaganginum við að koma höndum yfir sem mest af veraldlegum gæðum gleymdist það sem mestu máli skiptir: Velferð og framtíð afkomenda okkar og þeirra sem lægstar hafa raddirnar. Tilvera sumra virðist hafa gengið út á að sópa sem mestu í eigin vasa, skeyta engu um náungann og líta á náttúruna sem hráefni fremur en lífsnauðsynlegt umhverfi. Í augum þeirra var ríkissjóður ræningi frekar en samhjálp og manneskjur voru bara neytendur. 2007-gildin voru eins og speglasalur í skemmtigarði – allar myndir togaðar, teygðar og afskræmdar. Ríkisstjórninni hefur iðulega verið legið á hálsi fyrir að hafa ekki staðið við fyrirheit sín og svíkja okkur um skjaldborgina. Enginn getur þó af sanngirni neitað því að Ísland hefur skipt um kúrs og siglir nú í rétta átt. Ísland, þar sem hagvöxtur, bankainnistæður og virkjanaframkvæmdir voru lausnarorðin, vék fyrir Íslandi þar sem velferð og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Í mínum augum er skjaldborgin fyrst og fremst fólgin í öryggisneti sem tryggir afkomu okkar þegar á móti blæs, fjármögnuðu úr sameiginlegum sjóðum okkar. Velferðin er ekki síst fólgin í því að vita að börnin okkar geta öðlast menntun og tækifæri í lífinu, óháð efnahag, kyni og uppruna. Ef andlegir eða líkamlegir sjúkdómar herja á okkur eða ástvini okkar stendur okkur til boða heilbrigðiskerfi þar sem allir eru boðnir og búnir að hjálpa okkur að ná aftur heilsu. Það er góð tilfinning að vera hluti af samfélagi sem annast börn og gamalmenni, öryrkja og aðra sem standa höllum fæti, og það er góð tilfinning að hafa reitt fram sinn skerf til að svo megi verða. Í þannig samfélagi vil ég búa. Við megum hins vegar ekki gleyma að þessi sameiginlegi sjóður okkar er ekki silfrið hans Egils sem einhver hefur grafið úr jörðu, góssið úr hollenska gullskipinu eða sjóræningjafjársjóður sem hefur rekið á íslenskar fjörur. Við eigum öll þennan sjóð, höfum byggt hann upp og höldum honum við með skattinum okkar. Hann tryggir okkur heilsugæslu og umönnun þegar við veikjumst eða eldumst, menntun barnanna okkar, samgöngukerfi, löggæslu, listir og menningu og ótal margt annað sem við teljum bráðnauðsynlegt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag. Þetta er hin raunverulega skjaldborg sem vinstri stjórnin sló um Ísland og velferðin sem hún varði við erfiðar aðstæður. Hún breytti skattkerfinu til að auka jöfnuð og hélt fast í það sem við síst megum við að missa, minnug þess að það er auðveldara að rífa niður en byggja upp. Þegar betur árar höfum við undirstöður til að reisa traustara og heilbrigðara samfélag en á bólu-árunum; samfélag sjálfbærni og jöfnuðar. Og nú árar betur. Það hefur tekið sinn tíma að snúa við þjóðarskútunni og taka nýjan og betri kúrs. Látum vera í þetta sinn að sigla aftur í fortíðina, í speglasalinn í skemmtigarðinum, sem löngu ætti að vera búið að loka.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun