Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum flugferðum sínum í dag. Ástæðan er verkfall hjá starfsmönnum félagsins öðrum en flugmönnum og flugáhöfnum.
Í frétt um málið hjá Bloomberg fréttaveitunni segir að um sé að ræða mestu truflanir á flugsamgöngum í Þýskalandi síðan gosið í Eyjafjallajökli lamaði allar flugsamgöngur í norðanverðri Evrópu árið 2010. Lufthansa hefur aflýst hátt í 1.800 flugferðum í dag.
Það er verkalýðsfélagið Ver.di sem stendur að verkfallinu en um 33.000 starfsmenn Lufthansa tilheyra því. Hér er m.a. um að ræða starfsmenn sem sjá um matinn um borð í flugvélunum, þá sem annast viðhald flugvélanna og þá sem vinna við fraktflutninga á vegum Lufthansa. Verkalýðsfélagið gerir kröfu um rúmlega 5% launahækkun.
Verkfallið mun aðeins ná til dagsins í dag. Hinsvegar kemur fram í fréttinni að ef ekki hafi náðst samningar í þessari launadeilu fyrir mánaðarmótin munu meðlimir Ver.di kjósa um ótímabundið verkfall í framhaldinu.
Verkfall lamar Lufthansa flugfélagið í dag

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent