Körfubolti

Fékk 2,3 milljónir fyrir miðjuskot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hinn 26 ára Larry Hill datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann setti niður skot frá miðju á leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Hill var á leik Oklahoma City og Houston í nótt og var valinn úr hópi áhorfenda til að taka skot frá miðju í leikhléi. Í húfi voru 20 þúsund dollarar, eða 2,3 milljónir króna.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi heppnaðist skotið fullkomnlega og fagnaðarlætin eftir því.

Þetta er reyndar í þriðja sinn á þessu tímabili sem áhorfandi vinnur slíka upphæð fyrir að setja niður miðjuskot í Chesapeake Energy-höllinni í Oklahoma City.

Hill er heimamaður og starfar sem skólaráðgjafi. Hann var á sínum fyrsta NBA-leik með Oklahoma City og kom með kærustu sinni - sem átti afmæli í gær.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×