Körfubolti

Loks sigur eftir 30 töp í röð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chris Bosh treður með tilþrifum í Miami í nótt.
Chris Bosh treður með tilþrifum í Miami í nótt. Nordicphotos/Getty
Klay Thompson skoraði 34 stig fyrir Golden State Warriors sem lagði San Antonio Spurs 100-91 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Stríðsmennirnir höfðu tapað þrjátíu leikjum í röð í San Antonio þegar kom að leiknum í Texas í gær. Í fyrsta skipti í 16 ár gátu liðsmenn Golden State Warriors fagnað sigri og er staðan í einvígi liðanna 1-1.

Stephen Curry setti 22 stig fyrir gestina en Tim Duncan skoraði mest heimamanna eða 23 stig.

Miami hefndi gegn Chicago

Meistarar Miami Heat sýndu allar sínar bestu hliðar í 115-78 stórsigri á Chicago Bulls í öðrum leik liðanna í Austurdeild NBA í nótt.

Chicago vann óvæntan sigur í fyrsta leik liðanna í Miami en í nótt var engin spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Sigurinn er sá stærsti hjá Miami í úrslitakeppni og um leið stærsta tap Chicago í úrslitakeppni.

Næstu tveir leikir liðanna fara fram í Chicago.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×