Körfubolti

Rodman biður Kim Jong Un um að sleppa fanga

Rodman og Un saman á körfuboltaleik í Norður-Kóreu.
Rodman og Un saman á körfuboltaleik í Norður-Kóreu.
Heimsókn körfuboltakappans litríka, Dennis Rodman, til Norður-Kóreu á dögunum vakti heimsathygli. Þar náði Rodman vel saman við hinn umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un.

Eftir heimkomuna talaði Rodman fjálglega um hvað Un væri mikill toppmaður og að þeir væru orðnir bestu vinir.

Seattle Times ákvað að láta reyna á hversu góðir vinir þeir væru og skoraði á Rodman að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn slepptu bandaríska fanganum Kenneth Bae.

Bay var dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu á dögunum en Norður-Kóreumenn segja að hann hafi komið til landsins á fölskum forsendum.

"Ég ávarpa leiðtoga Norður-Kóreu, eða Kim eins og ég kalla hann, og bið hann um að gera mér þann greiða að sleppa Kenneth Bae," skrifaði Rodman á Twitter.

Un hefur ekki enn svarað Rodman eftir því sem næst verður komist.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×