Körfubolti

Argentínskur þristur kláraði tvíframlengdan spennuleik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ginobili fagnar í San Antonio í nótt.
Ginobili fagnar í San Antonio í nótt. Nordicphotos/Getty
Manu Ginobili reyndist hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Golden State Warriors í tvíframlengdum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA í Texas í nótt.

Argentínumaðurinn setti niður þriggja stiga skot þegar rúm sekúnda lifði leiks og tryggði 129-127 sigur heimamanna. Stríðsmennirnir leiddu með 16 sigum þegar fjórar mínútur lifðu leiks í venjulegum leiktíma. San Antonio gaf þá í og tryggði sér framlengingu.

Tony Parker fór fyrir liði San Antonio með 28 stig, átta stoðsendingar og jafnmörg fráköst. Danny Green setti niður sex þrista og 22 stig alls.

Stephen Curry spilaði allar 58 mínúturnar og skoraði 44 stig. Hann átti einnig 11 stoðsendingar, meðal annars á Kent Bazemore undir lok síðari framlenginar, sem kom Golden State stigi yfir þegar 3,9 sekúndur lifðu leiks.

Enn var tími fyrir Ginobili sem fékk boltann á vinstri vængnum og reið baggamuninn enn eina ferðina fyrir San Antonio. San Antonio leiðir 1-0 í einvígi liðanna en liðin mætast aftur í Texas annað kvöld.

NBA

Tengdar fréttir

Chicago lagði meistarana í Miami

Nate Robinson skoraði 27 stig og fór fyrir liði Chicago sem vann óvæntan 93-86 sigur á Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×