Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið 3. maí 2013 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. Málið er vægast sagt umdeilt enda hafa deilur um eignarhald á jörðinni staðið yfir í fjörutíu og fimm ár. Tekist var á um gríðarlega mikla peninga í málinu, nokkra milljarða. Magnús Einarsson Hjaltested, sem lést barnlaus árið 1940, erfði Sigurð Kristján að Vatnsenda. Afi Sigurðar Kristjáns var bróðir Magnúsar. Sigurður Kristján eignaðist fimm börn, þarf af synina Karl og Sigurð með síðari konu sinni Margrétu Guðmundsdóttur. Eftir að Sigurður Kristján lést árið 1966 hófust málaferli sem enduðu árið 1968 með því að Hæstaréttur dæmdi í samræmi við erfðaskrá Magnúsar að elsti sonur Sigurðar Kristjáns, Magnús Hjaltested, skyldi erfa jörðina og sitja hana einn. Árið 1969 var Margrét borin út af Vatnsenda ásamt sonum sínum. Þá var Karl Hjaltested sex ára og Sigurður bróðir hans sjö ára. Ábúandi í Vatnsenda er nú Þorsteinn Hjaltested eins og fyrr greinir frá, sonur þess Magnúsar sem jörðin var dæmd. Í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested var ákvæði um að ekki mætti selja jörðina og að þar ætti að vera búrekstur. Ekki mætti heldur veðsetja jörðina nema til nauðsynlegra endurbóta. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að eignarrétturinn að jörðinni hafi aldrei verið með löglegum hætti fluttur frá Sigurði K. Lárussyni Hjaltested, sem fékk jörðina í arf eftir föðurbróður sinn, en það eru afkomendur hans sem stefndu Þorsteini, móður hans og systkinum. Þrátt fyrir mörg dómsmál þar sem tekist var á um jörðina fram til ársins 2011, þá fluttist eignarrétturinn að jörðinni aldrei til niðja Sigurðar, heldur eingöngu afnota- og umráðarétturinn, eins og tekið var fram í erfðaskránni að skyldi gera, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. Þrátt fyrir að jörðin hafi gengið til elsta sonar elsta sonar, eins og erfðaskráin kvað á um, þá var það mat dómsins að þrátt fyrir mismunandi orðalag í undangengnum dómum undirréttar og Hæstaréttar Íslands um eignarhald á jörðinni hafi í raun einungis afnota- og umráðaréttur á jörðin færst milli niðja. Var jörðin því talin til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Þorsteinn greiddi samtals tæpar 162 milljónir króna í opinber gjöld árið 2011 og var skattakóngur það ár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira