Ljósmyndarar fá að fara inn á völlinn 3. maí 2013 15:26 Atvikið umdeilda MYNDIR/SPORT.IS/HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leiðbeiningar varðandi verðlaunaafhendingar sem framundan eru í N1-deildum karla og kvenna. Eins og frægt er orðið sauð upp úr að loknum bikarúrslitaleik karla í vetur. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Rúv en í leikslok ætluðu ljósmyndarar, eins og þeim er tamt, inn á gólfið að fanga fagnaðarlætin. Ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, Daníel Rúnarsson, komst hins vegar ekki langt þar sem íþróttastjóri Rúv, Kristín Harpa Hálfdánardóttir, vísaði honum af velli. Atvikið náðist á filmu og vöktu myndirnar mikla athygli. Rúv hafði ætlað ljósmyndurum sérstakt svæði utan vallarins til þess að þeir myndu ekki skyggja á upptökuvélarnar. Skilaboðin höfðu hins vegar farið fyrir ofan garð og neðan. „Ljósmyndurum er heimilt að fara inná völl eftir leik svo framarlega sem þeir skyggja ekki á beina útsendingu rétthafa," segir í leiðbeiningunum frá HSÍ. Ljósmyndarar landsins voru ósáttir með ákvörðun HSÍ og Rúv að takmarka aðgang þeirra að vellinum í leikslok og þess heldur hvernig staðið var að málum umræddan dag. Krafðist stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands afsökunarbeiðni vegna atviksins. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki takist liðinu að leggja Fram að velli í Mýrinni í kvöld. Á morgun geta Framarar hins vegar tryggt sér titilinn í karlaflokki með sigri á Haukum í Hafnarfirði. Fylgst verður með grannt með gangi mála í báðum leikjum í Boltavaktinni á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Afsökunarbeiðni krafist Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. 12. mars 2013 14:23 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Viljum ekki skerða hlut neins Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. 12. mars 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út leiðbeiningar varðandi verðlaunaafhendingar sem framundan eru í N1-deildum karla og kvenna. Eins og frægt er orðið sauð upp úr að loknum bikarúrslitaleik karla í vetur. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Rúv en í leikslok ætluðu ljósmyndarar, eins og þeim er tamt, inn á gólfið að fanga fagnaðarlætin. Ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, Daníel Rúnarsson, komst hins vegar ekki langt þar sem íþróttastjóri Rúv, Kristín Harpa Hálfdánardóttir, vísaði honum af velli. Atvikið náðist á filmu og vöktu myndirnar mikla athygli. Rúv hafði ætlað ljósmyndurum sérstakt svæði utan vallarins til þess að þeir myndu ekki skyggja á upptökuvélarnar. Skilaboðin höfðu hins vegar farið fyrir ofan garð og neðan. „Ljósmyndurum er heimilt að fara inná völl eftir leik svo framarlega sem þeir skyggja ekki á beina útsendingu rétthafa," segir í leiðbeiningunum frá HSÍ. Ljósmyndarar landsins voru ósáttir með ákvörðun HSÍ og Rúv að takmarka aðgang þeirra að vellinum í leikslok og þess heldur hvernig staðið var að málum umræddan dag. Krafðist stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands afsökunarbeiðni vegna atviksins. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki takist liðinu að leggja Fram að velli í Mýrinni í kvöld. Á morgun geta Framarar hins vegar tryggt sér titilinn í karlaflokki með sigri á Haukum í Hafnarfirði. Fylgst verður með grannt með gangi mála í báðum leikjum í Boltavaktinni á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53 Afsökunarbeiðni krafist Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. 12. mars 2013 14:23 Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39 Viljum ekki skerða hlut neins Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. 12. mars 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Segir atvikið á vellinum óheppilegt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rúv, vill að litlu leyti tjá sig um atvik sem kom upp í tengslum við ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis nú um helgina. 11. mars 2013 13:53
Afsökunarbeiðni krafist Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla um liðna helgi. 12. mars 2013 14:23
Algjörlega til skammar Rakel Ósk Sigurðardóttir, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, gerir athugasemdir við vinnubrögð Rúv í tengslum við leiki helgarinnar í bikarkeppninni í handbolta. 11. mars 2013 10:39
Viljum ekki skerða hlut neins Framkvæmdastjóri Rúv segir atvik sem kom upp eftir bikarúrslitaleik karla í handbolta óheppilegt. Framkvæmdastjóri HSÍ segir að reglur hafi verið í gildi á leiknum en að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant. 12. mars 2013 07:00