Körfubolti

Óttast ekki að fara úr fötunum með samkynhneigðum

Karl Malone.
Karl Malone.
NBA-goðsögnin Karl Malone, fyrrum leikmaður Jazz og Lakers, hrósar Jason Collins í hástert í dag.  Collins er fyrsti virki leikmaðurinn í einum af stóru íþróttunum í Bandaríkjunum sem kemur út úr skápnum.

"Ég er gríðarlega stoltur af þessum unga manni. Er ekki líka kominn á að við hættum að velta okkur upp úr kynhneigð fólks? Skiptir það máli?" sagði Malone.

John Amaechi, fyrrum leikmaður í NBA, kom fyrstur NBA-leikmanna út úr skápnum en hann gerði það eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Það hefur Collins ekki gert.

"Ég spilaði með John Amaechi. Hann vaknaði ekki bara einn morguninn og fattaði að hann var samkynhneigður. Hann var samkynhneigður er hann spilaði með okkur. Fannst mér það óþægilegt þá? Nei. Líður mér eitthvað illa yfir því núna? Alls ekki. Líður mér illa núna í herbergi með samkynhneigðum manni? Ég held nú ekki. Ég myndi ekki hika við að fara úr fötunum með samkynhneigðum í klefanum. Ég hræðist ekki neitt."



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×