
„Í kvöld eru prufur á Hótel Hilton Reykjavík Nordica og fyrirsætur frá Elite hafa verið boðaðar í það. Í þessu prufunum er verið að leita eftir fyrirsætum til að klippa, lita og greiða vegna hársýningar TIGI," segir Margrét.
Elite sigurvegarinn mætir á svæðið
„Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs. Það er mikill heiður fyrir Elite að fá að vinna með meisturum hárteymis TIGI."

Við spurðum einnig markaðsstjóra TIGI, Mögnu Huld Sigurbjörnsdóttur, stuttlega um undirbúninginn fyrir sýninguna: „Þeir nota fyrirsætur frá Eskimo og Elite en þemað í nýrri línu hjá þeim kallast HairReBorn. Það verður spennandi að sjá og upplifa hvernig þeir ætla að nota íslenska fegurð og íslenska náttúru í nýju línunni hjá sér. Ég hvet alla til að mæta í Austurbæ á sunnudaginn," segir Magna.
Hér má kaupa miða á sýninguna (midi.is).