Ítalski framherjinn Mario Balotelli elskar að ögra vinnuveitendum sínum. Enn á ný hefur honum tekist að gera stjórnarmenn AC Milan pirraða.
Balotelli hefur einstaklega gaman af því að keyra go-kart bíla en félagið hefur bannað honum það og er komið inn á bannið í samningi hans við félagið.
Framherjinn fann leið fram hjá þessari reglu. Hann mætti einfaldlega með rándýra Ferraríinn sinn á go-kart brautina enda stendur ekkert um það í samningnum.
Balotelli keyrði í um klukkutíma á brautinni á bílnum sínum og var vel hvattur áfram af vinum sínum.
Hægt er að sjá myndir af þessu uppátæki Balotelli hér.
Keyrði Ferrari-bílinn sinn á go-kart braut

Mest lesið

„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

„Dóri verður að hætta þessu væli“
Íslenski boltinn


Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn


Ingibjörg seld til Freiburg
Fótbolti

Enska augnablikið: Sá allra svalasti
Enski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn
