Tíu leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld. Flest úrslit voru eftir bókinni.
Vítaspyrnukeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit á tveimur vígstöðvum. Víkingur Reykjavík, sem leikur í 1. deild, sló út 2. deildarlið Knattspyrnufélag Vesturbæjar en markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Heimamenn léku manni fleiri í framlengingunni en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.
Sömuleiðis þurfti vítaspyrnukeppni til á Ísafirði þar sem BÍ/Bolungarvík úr 1. deild og Reynis úr Sandgerði leiddu saman hesta sína. Gestirnir úr Sandgerði sitja í botnsæti 2. deildar en komust 1-0 yfir. Þeim tókst að jafna metin í 2-2 og aftur í 3-3. Heimamenn sýndu stáltaugar á vítapunktinum og tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum.
Sindri frá Hornafirði tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum með 4-0 sigri á Ými úr Kópavoginum. Þá vann Leiknir úr Reykjavík 3-0 sigur á Ármanni en utandeildarliðið Hjörleifur spilaði undir merkjum Ármanns.
Tindastóll kíkti í heimsókn á Grýluvöll í Hveragerði og vann 2-1 sigur á Hamri. Þá vann Grótta 3-1 heimasigur á Hetti frá Egilsstöðum.
Úrslit dagsins
Þróttur - ÍBV 1-5
Fylkir - Völsungur 2-0
Sindri - Ýmir 4-0
Leiknir - Ármann 2-0
Magni - Þróttur V. 2-0
Hamar - Tindastóll 1-2
Grótta - Höttur 3-1
BÍ/Bolungarvík - Reynir Sandgerði 3-3 (BÍ/Bolungarvík vann eftir vítaspyrnukeppni)
ÍA - Selfoss 2-1 (eftir framlengingu)
KV - Víkingur 0-0 (Víkingur vann eftir vítaspyrnukeppni)
Úrslit að hluta frá Úrslit.net.
Dramatík í Vesturbænum en Víkingur áfram
