Besta sýning á jörðinni Baldur Beck skrifar 27. maí 2013 23:30 LeBron James og Paul George. Nordicphotos/Getty Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér. NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér.
NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50