Körfubolti

Spurs komið í algjöra lykilstöðu gegn Grizzlies

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tim Duncan var frábær í nótt.
Tim Duncan var frábær í nótt. Mynd. Getty Images

San Antonio Spurs er komið í algjöra lykilstöðu gegn Memphis Grizzlies eftir sigur, 104-93, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu Vesturdeildarinnar. Spurs  hafa unnið alla leikina þrjá og leiðir því einvígið 3-0.

Heimamenn í Grizzlies byrjuði leikinn mikið mun betur og höfðu yfirhöndina eftir fyrri hálfleikinn en þá var komið að San Antonio Spurs að svara fyrir sig. Liðið sýndi á köflum frábæran varnarleik og voru heimamenn í miklum vandræðum á köflum.

Þegar venjulegan leiktíma var að ljúka gat Memphis Grizzlies tryggt sér sigurinn í leikinn en skot Mike Conley, leikmanns Grizzlies, fór forgörðum og framlengja þurfti leikinn. Staðan var 86-86 eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni var aðeins eitt lið á vellinum en San Antonio Spurs gerðu strax útum leikinn með frábærum leik frá Tony Parker og Tim Duncan, reynslan kom liðinu í 3-0 í einvíginu.

Tony Parker gerði 26 stig í leiknum en Tim Duncan var með 24 stig og 10 fráköst. Í liði Memphis Grizzlies var Mike Conley atkvæðamestur með 20 stig. Ekkert lið í sögu NBA-deildarinnar hefur komist áfram í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir.

Þetta lítur því óneitanlega vel út fyrir Spurs en næstu leikur verður í Memphis.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×