Þýska fótboltaritið 11Freunde sendi frá sér afar skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Tvö þýsk lið, Bayern München og Dortmund, spila til úrslita og eru menn þar í landi spenntir fyrir leiknum eftir langt og leiðinlegt tímabil í þýsku deildinni, eins og komið er inn á í myndbandinu.
Bayern vann þýska titilinn með miklum yfirburðum og var því lítil spenna í deildinni stærstan hluta tímabilsins.
En annað er upp á teningnum í Meistaradeildinni, þar sem allt getur breyst á einni sekúndu. Því eru menn spenntir fyrir leikinum, eins og sést hér fyrir neðan.