Sigurður áminntur fyrir hótanir 22. maí 2013 19:31 Sigurður G. Guðjónsson. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“ Stím málið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áminntur af Lögmannafélagi Íslands fyrir að hafa brotið gróflega gegn siðareglum félagsins með framkomu sinni í garð lögmanna Lex lögmannsstofunnar. Um þetta upplýsti Sigurður sjálfur í dag en á bloggi sínu, sem hann birti síðdegis, skrifar hann að nú viti hann hvernig á að umgangast aðra lögmenn. „Ekki seinna vænna,“ bætti hann svo við.Vísir fjallaði ítarlega um málið í mars síðastliðnum en þá upplýsti Sigurður sjálfur á bloggi sínu að hann hefði verið kærður til siðanefndar Lögmannafélags Íslands af lögmannsstofunni fyrir hótanir. Málið snérist um skjólstæðing Sigurðar, Jakob Valgeir Flosason, sem þrotabú Glitnis hefur stefnt fyrir stjórnarsetu sína hjá skúffufyrirtækinu Stím. Það er LEX sem sér um málið fyrir þrotabúið. Í yfirlýsingunni frá Lex vegna málsins, sem fyrirtækið sendi frá sér í mars, kom meðal annars fram að Sigurður hefði gerst sekur um tilraun til að hindra lögmenn stofunnar í að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna og hafi með því gerst brotlegur við siðareglur lögmanna. Í blogginu sem Sigurður birti kom fram að Lex krafðist 300 milljóna króna í skaðabætur af skjólstæðingi sínum, Jakobi Valgeiri. Sigurður sagði að hann hefði krafist þess að fallið yrði frá lögsókn á hendur Jakobi Valgeiri, því var hinsvegar hafnað af lögmannsstofunni. Sigurður ítrekaði þá beiðni með öðrum pósti sem forsvarsmenn Lex skildu sem hótun. En bréfið var svohljóðandi, samkvæmt bloggi Sigurðar sjálfs: „Í þeim tölvupósti benti ég m.a. á mögulega ábyrgð lögmanna Lex vegna stjórnarsetu þeirra í fimm félögum sem tengdust Glitni banka hf. og Stími ehf. Lex lögmenn tóku þessu og öðru sem í tölvupóstinum kom fram sem hótun um atlögu að orðspori þeirra og hafa nú kært mig til siðanefndar Lögmannafélags Íslands." Greinin sem Sigurður braut er svohljóðandi: „Lögmaður má ekki hóta lögmanni gagnaðila kæru eða lögsókn í því skyni að fá hann til að aðhafast eitthvað eða láta eitthvað ógert í máli gagnaðila.“
Stím málið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira