Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 17-29 | Skelfilegur skellur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. júní 2013 00:01 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag. Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Tékklandi 29-17 í fyrri leik liðanna um sæti á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem leikið verður í Serbíu í desember. Tékkland var níu mörkum yfir í hálfleik 15-6. Eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk lítið hjá íslenska liðinu. Liðið átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og þegar liðið komst í góð færi var Barbora Ranikova leikmönnum Íslands erfið í markinu. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska. Liðið gekk illa út í skyttur Tékklands sem fékk gott færi í nánast hverri einustu sókn. Rakel Dögg Bragadóttir nýtti víti sín vel í leiknum en Ísland skoraði alls átta mörk úr vítum í leiknum. Mikið munaði um að Ísland skoraði ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í leiknum. Tékkland tapaði boltanum oft á tveggja mínútna leikkafla í fyrri hálfleik og náði Ísland aldrei að refsa fyrir það og munar um það. Tékkland var betra frá fyrstu mínútu og náði níu marka forystu fyrir hálfleik. Ísland náði ekki að minnka muninn í seinni hálfleik og tilraunir liðsins til að gera einvígið spennandi fyrir seinni leikinn í Tékklandi urðu að engu. Seinni leikurinn verður í Tékklandi á laugardaginn kemur en allt þarf að ganga upp til liðið eigi einhverja möguleika í honum fyrir utan að liðið þarf að leika betur á öllum sviðum leiksins.Ágúst: Vantaði neista, gleði og baráttuvilja„Við vorum því miður slök frá fyrstu mínútu og það er alveg sama hvar er tekið niður,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Íslands eftir leikinn. „Varnarleikurinn var slakur og markvarslana sömuleiðis. Hraðaupphlaupin voru fá sem engin og sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður og í ofan á lag fórum við illa með mikið af dauðafærum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við spilum okkur algjörlega út úr leiknum í fyrri hálfleik. „Við vorum frekar staðar og við byrjum illa og þá var lítið sjálfstraust í þessu,“ sagði Ágúst sem þurfti að setja ný markmið í hálfleik þegar Ísland var níu mörkum undir. „Við ræddum að það væru þrír hálfleikir eftir í þessu og planið var að reyna að koma þessu niður í fimm mörk. Það var markmið seinni hálfleiksins. Því miður náðum við því ekki. Það vantaði þennan neista, gleði og baráttuvilja sem hefur einkennt þetta lið. „Sóknarleikurinn var ekki sannfærandi, langt frá því. Þar að auki förum við með mikið af dauðafærum sem er svo stór þáttur í sóknarleik. Markmaðurinn þeirra varði mikið af opnum og góðum færum og með svona frammistöðu gerum við ekkert, hvort sem það er gegn sterku liði Tékka eða öðrum þjóðum,“ sagði Ágúst sem gefst ekki upp þó staðan sér erfið. „Það er alltaf von. Nú snýst þetta númer eitt, tvö og þrjú að snúa bökum saman og reyna að peppa liðið áfram og ná betri frammistöðu. Við þurfum að leggjast vel yfir okkar leik. Við getum spilað betur en þetta og það er fyrsta markmiðið hjá okkur úr því sem komið er. „Við setjumst yfir þetta og það er ekkert óeðlilegt við að sjálfstraustið fari þegar spilamennskan var eins og hún var. Liðið lagði sig allt fram og baráttan var til staðar en það vantaði þennan neista og þessa gleði. Við þurfum að grafa inn í okkar leik til að ná því fram og sjá hvort við getum gert eitthvað í seinni leiknum,“ sagði Ágúst að lokum.Hrafnhildur: Allt lélegt„Það er ekkert jákvætt að finna út úr þessum leik. Ég er gjörsamlega orðlaus yfir þessari frammistöðu,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði Íslands. „Það virkar ekkert í þessum leik, hvort sem litið er á sókn, vörn eða markvörslu. Það er allt lélegt. „Stundum gengur sóknarleikur ekki upp, þannig er það bara. Það sem verður okkur að falli er að við fáum engin auðveld mörk. Mörk úr fyrstu og annarri bylgju telja gríðarlega í nútíma handbolta. Sóknin gengur stundum ekki en maður á alltaf að geta barist í vörn,“ sagði Hrafnhildur sem þekkir uppgjöf ekki og ætlar sér ennþá áfram. „Nei, ég er ekki þekkt fyrir að gefast upp og að sjálfsögðu gefumst við ekki upp. Annað eins hefur gerst í handbolta. Ef við komum vel gíraðar inn í leikinn og náum fimm til sex marka forystu í fyrri hálfleik og fáum trúna, þá er allt hægt. En ef byrjunin verður eins og í dag og við lendum fjórum undir þá er þetta búið, það er klárt,“ sagði Hrafnhildur.Florentina Stanciu stóð vaktina í marki Íslands í dag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti