Pistill: Rándýr Frakki Baldur Beck skrifar 7. júní 2013 10:30 Tony Parker í baráttu við LeBron James í nótt. Nordicphotos/AFP San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur). NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur).
NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45
Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45
Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06
Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28