Körfubolti

Óvíst með þátttöku Parker í fjórða leiknum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gregg Popovich og Tony Parker ræða málin.
Gregg Popovich og Tony Parker ræða málin. Mynd / Getty Images
Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio Spurs, er vongóður um að hann geti tekið þátt í fjórða leik liðins gegn Miami Heat í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn.

Parker tognaði aftan í læri í síðasta leik og þurfti að setjast á bekkinn áður en leiktíminn rann út. Sem betur fer yfir Spurs valtaði San Antonio Spurs yfir Heat 113-77 og leiða einvígið 2-1.

Eftir myndatöku kom í ljós að leikmaðurinn tognaði aðeins og enginn vöðvi því slitinn.

Parker er stigahæsti leikmaður liðsins úrslitakeppninni og það væri algjör martröð fyrir meistara Vesturdeildarinnar að missa hann úr liðinu.

„Það eina sem ég vonaði eftir leikinn að ekkert væri slitið,“ sagði Tony Parker við fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum.

„Ég verð samt að sjá til hvernig mér mun líða rétt fyrir leik en ég hef ekkert geta æft fyrir leikinn.“

„Við þurfum bara að fara yfir málið með Gregg Popovich [þjálfara San Antonio Spurs] og meta stöðuna á morgun,“ sagði Parker í gær.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 01:00 í nótt.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×