Hinn magnaði Javier Zanetti, fyrirliði Inter Milan, hefur gert eins árs samning við sitt en hann verður fertugur síðar í sumar.
Þessi ótrúlegi leikmaður hefur verið á mála hjá Inter í 18 ár og þykir algjör goðsögn í Milan.
Leikmaðurinn sleit hásin í apríl og verður ekki leikfær fyrir en töluvert verður liðið á næsta tímabil.
Zanetti hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Inter Milan og á að baki stórkostlegan feril. Hinn argentínski hefur alls leikið 605 leiki með Inter Milan.

