Breyta þarf stjórnarskrá til að leggja niður Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:11 ANTON/samsett „Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum." Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum."
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira