Tilda Swinton dansaði við Apparat Organ Quartet Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. júní 2013 23:03 Góð stemning er á All Tomorrows Parties í Keflavík þar sem veðrið leikur við tónleikagesti. MYND/ATP Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér. ATP í Keflavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira