Körfubolti

Pierce og Garnett til Nets í risaskiptum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pierce og Garnett
Pierce og Garnett Mynd / Getty Images
Mögnuð tíðindi berast frá Bandaríkjunum en NBA - liðið Brooklyn Nets hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að fá til liðsins Kevin Garnett og Paul Pierce í skiptum fyrir þó nokkra leikmenn.

Skiptin fara formlega í gegn þann 10. júlí. Brooklyn Nets mun þurfa borga einskonar lúxus launaskatt þar sem leikmenn liðsins verða með samanlagt um 100 milljónir dollara á ári í laun.

Launaþakið í NBA-deildinni er 58 milljónir dollara en fyrir hverja milljón sem lið fara framyfir þá upphæð þar liðið að greiða sérstaklega aðra milljón til deildarinnar. Sá peningur rennur síðan jafn til allra liða í NBA.

Það er því talið að Brooklyn Nets þurfi því að greiða um 80 milljónir framyfir launaþakið á hverju ári.

Rússinn Mikhail Prokhorov er aðal eigandi liðsins en hann er vellauðugur og ætti því að standa í skilum.

Kris Humphries, Gerald Wallace, Reggie Evans, Keith  og fyrsti valréttur árið 2014, 2016 og 2018 er það sem Boston Celtics mun fá út úr skiptunum.

Nets fá einnig Jason Terry yfir í sitt lið frá Boston.

Það má því gera ráð fyrir því að byrjunarlið Brooklyn Nets á næsta ári verði á þessa leið; Deron Williams, Joe Johnson, Paul Pierce, Kevin Garnett og Brook Lopez  sem er stórgott og gæti gert atlögu að meistaratitlinum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×