Arenas var próflaus, ók á 130 kílómetra hraða og var með 20 kassa af ólöglegum flugeldum í skottinu, hann var því handtekinn.
Arenas mótmælti engu þegar hann var færður í handjárn og inn í lögreglubíl en hann er líklegast frægastur fyrir að vaða inn í búningsklefa Washington Wizards með byssu árið 2010.
Þá var hann dæmdur í 30 daga fangelsi og þurfti að sinna samfélagsþjónustu í 400 klukkutíma.
Þessi 31 árs leikmaður lék með Golden State Warriors, Washington Wizards, Orlando Magic og Memphis Grizzlies á sínum ferli í NBA en í dag leikur hann með kínverska liðinu Shanghai Sharks.
Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Arenas var handtekinn.