Scottie Pippen, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera einstakt ljúfmenni en hann getur greinilega reiðst eins og aðrir.
Það sló í brýnu á milli Pippen og ónefnds manns á bílastæði fyrir utan frægan vetingastað í Los Angeles.
Fyrstu fréttir hermdu að Pippen hefði slegið manninn og síðan sparkað ítrekað í hann. Síðar hefur verið dregið úr þeim sögum en Pippen ku þó hafa slegið hann nógu fast til þess að hann var fluttur á spítala. Ekki er vitað um ástand mannsins.
Pippen var kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglu en ekki þótti ástæða til þess að handtaka körfuboltagoðsögnina.
Pippen kýldi mann fyrir utan veitingastað

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn