Svona á ekki að fara í búðir Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 12:56 Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir! Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent
Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir!
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent