Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 0-3 | KR í undanúrslit Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 7. júlí 2013 14:05 Eyjamenn og KR-ingar áttust við í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í Vestmannaeyjum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leikinn var búist við hörkuleik þar sem oft er heitt í hamsi þegar þessi tvö lið mætast. Leikurinn fór fjörlega af stað, en eftir 33 mínútur voru Eyjamenn með tök á leiknum en á 34. mínútu var Aaron Spear vikið af velli þegar að hann og Gunnar Þór vinstri bakvörður KR-inga voru að kítast úti við hliðarlínu. Gunnar Þór hrundi í jörðina með tilþrifum og Magnús Þórisson sá engan annan kost í stöðunni en að reka Bretann af velli. Þrátt fyrir brottrekstur Aaron Spear voru Eyjamenn heilt yfir betri aðilinn og gáfu nánast engin færi á sér. Brynjar Gauti fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann setti boltann yfir mark KR eftir hornspyrnu. Þegar seinni hálfleikur hófst tóku röndóttir KR-ingar völdin og fóru að halda boltanum á milli sín, en eftir um það bil 70 mínútna leik fékk Atli Sigurjónsson boltann og keyrði á vörn Eyjamanna þar til hann var felldur af Brynjari Gauta Guðjónssyni rúma 20 metra frá marki. Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði fallegt mark. Þegar að KR-ingarnir skoruðu þetta mark opnuðust allar flóðgáttir og átti Kjartan Henry Finnbogason mikinn þátt í því en hann skilaði boltanum í netið eftir 76 mínútna leik. Kjartan var ekki hættur og skoraði annað mark sitt eftir að hafa einungis verið inná vellinum í þréttán mínútur. Kjartann fékk þá alltof mikinn tíma í teig heimamanna og nýtti hann vel. Ballið var ekki búið þrátt fyrir þriggja marka forystu KR en Ragnari Péturssyni ungum leikmanni ÍBV var vikið af velli fyrir brot á Gunnari Þór Gunnarssyni, þá fór Hannes Þór Halldórsson markmaður KR-inga alveg út að hliðarlínu og virtist taka í hálsinn á Ragnari, Magnús Þórisson gaf honum gult spjald fyrir það. Þessi sigur KR-inga hlýtur að gefa þeim gott veganesti fyrir Evrópuleik þeirra gegn Glentoran á fimmtudaginn en fyrri leikur liðanna fór 0-0. Gestirnir eru því komnir í undanúrslit en þeir hafa unnið bikarinn 2 ár í röð og stefna á bikarmeistaratitilinn í haust. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum„Það var jafnræði á með liðunum, fram að 72. mínútu, þá skora þeir þetta mark og þetta verður erfitt fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn KR í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum manni færri og menn búnir að eyða gríðarlegri orku, en upp að 72. mínútu er þetta bara 50/50 leikur þar sem við áttum alveg jafn góð færi og þeir,“ sagði Hemmi þegar hann var spurður út í hvað var valdur þess að KR-ingar gengu á lagið í lokin. „Fyrra rauða spjaldið er klaufalegt, stórskammarlegt, því að Aaron stendur kjurr þegar að Gunnar kemur að honum og ögrar honum þá ýtir Aaron honum aðeins frá sér, Gunnar hendir sér niður og Aaron fær rautt,“ sagði Hemmi sem var mjög ósáttur með fyrra rauða spjaldið, um seinna rauða spjaldið hafði hann þetta að segja: „Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum, það virðist vera voða þægilegt að gefa okkur ekki neitt.“ Baldur Sigurðsson: Við vorum síst betri aðilinn„Þetta er annar sigurinn hér í sumar og það er virkilega sætt að koma hérna aftur í bikarnum á erfiðasta útivelli landsins, ég segi það og skrifa. Við vorum síst betri aðilinn, ÍBV voru virkilega góðir, fullt hrós til þeirra,“ sagði Baldur Sigurðsson eftir 0-3 sigur sinna manna á því sem hann kallar erfiðasta útivelli landsins. „Fyrsta markið hjá Skara og góður varnarleikur, við vorum alveg klárir á að fara í framlenginu og vítaspyrnukeppni ef þess þyrfti, við vissum að við myndum eiga undir högg að sækja, sem varð svo raunin,“ sagði Baldur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigurinn, en Eyjamenn voru síst verri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika manni færri í tæplega klukkutíma. „Mér finnst þetta rautt spjald, ofsafull framkoma er alltaf rautt spjald, þetta er bara heimskulegt,“ sagði Baldur í lokin er hann var spurður um fyrra rauða spjald Eyjamanna. Rúnar Kristinsson: Eina leiðin til að komast áfram er að sigra„Já ég er mjög ánægður, eina leiðin til að komast áfram er að sigra og við gerðum það,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigur sinna manna í dag, KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarsins fyrstir liða og á góðri leið að þriðja bikarmeistaratitli sínum á jafn mörgum árum. „Dugnaður alls liðsins, við vorum duglegir að hlaupa og verjast, þegar við fengum sénsinn þá nýttum við hann,“ sagði Rúnar sem var virkilega ánægður með sína menn, um rauðu spjöldinn hafði Rúnar þetta að segja: „þetta eru bara klár rauð spjöld, ekki spurning.“ Kjartan Henry Finnbogason kom inná þegar um það bil 20 mínútur lifðu leiks, Rúnar segist hafa verið mjög ángæður með Kjartan en hann skoraði tvö mörk. „Við erum að reyna að gefa honum eins margar mínútur og við getum, við þurftum á slíkum manni að halda til að klára þennan leik,“ sagði Rúnar loks. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Eyjamenn og KR-ingar áttust við í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í Vestmannaeyjum á Hásteinsvelli í dag. Fyrir leikinn var búist við hörkuleik þar sem oft er heitt í hamsi þegar þessi tvö lið mætast. Leikurinn fór fjörlega af stað, en eftir 33 mínútur voru Eyjamenn með tök á leiknum en á 34. mínútu var Aaron Spear vikið af velli þegar að hann og Gunnar Þór vinstri bakvörður KR-inga voru að kítast úti við hliðarlínu. Gunnar Þór hrundi í jörðina með tilþrifum og Magnús Þórisson sá engan annan kost í stöðunni en að reka Bretann af velli. Þrátt fyrir brottrekstur Aaron Spear voru Eyjamenn heilt yfir betri aðilinn og gáfu nánast engin færi á sér. Brynjar Gauti fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann setti boltann yfir mark KR eftir hornspyrnu. Þegar seinni hálfleikur hófst tóku röndóttir KR-ingar völdin og fóru að halda boltanum á milli sín, en eftir um það bil 70 mínútna leik fékk Atli Sigurjónsson boltann og keyrði á vörn Eyjamanna þar til hann var felldur af Brynjari Gauta Guðjónssyni rúma 20 metra frá marki. Óskar Örn Hauksson gerði sér lítið fyrir og skoraði fallegt mark. Þegar að KR-ingarnir skoruðu þetta mark opnuðust allar flóðgáttir og átti Kjartan Henry Finnbogason mikinn þátt í því en hann skilaði boltanum í netið eftir 76 mínútna leik. Kjartan var ekki hættur og skoraði annað mark sitt eftir að hafa einungis verið inná vellinum í þréttán mínútur. Kjartann fékk þá alltof mikinn tíma í teig heimamanna og nýtti hann vel. Ballið var ekki búið þrátt fyrir þriggja marka forystu KR en Ragnari Péturssyni ungum leikmanni ÍBV var vikið af velli fyrir brot á Gunnari Þór Gunnarssyni, þá fór Hannes Þór Halldórsson markmaður KR-inga alveg út að hliðarlínu og virtist taka í hálsinn á Ragnari, Magnús Þórisson gaf honum gult spjald fyrir það. Þessi sigur KR-inga hlýtur að gefa þeim gott veganesti fyrir Evrópuleik þeirra gegn Glentoran á fimmtudaginn en fyrri leikur liðanna fór 0-0. Gestirnir eru því komnir í undanúrslit en þeir hafa unnið bikarinn 2 ár í röð og stefna á bikarmeistaratitilinn í haust. Hermann Hreiðarsson: Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum„Það var jafnræði á með liðunum, fram að 72. mínútu, þá skora þeir þetta mark og þetta verður erfitt fyrir okkur,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna gegn KR í Vestmannaeyjum í dag. „Við vorum manni færri og menn búnir að eyða gríðarlegri orku, en upp að 72. mínútu er þetta bara 50/50 leikur þar sem við áttum alveg jafn góð færi og þeir,“ sagði Hemmi þegar hann var spurður út í hvað var valdur þess að KR-ingar gengu á lagið í lokin. „Fyrra rauða spjaldið er klaufalegt, stórskammarlegt, því að Aaron stendur kjurr þegar að Gunnar kemur að honum og ögrar honum þá ýtir Aaron honum aðeins frá sér, Gunnar hendir sér niður og Aaron fær rautt,“ sagði Hemmi sem var mjög ósáttur með fyrra rauða spjaldið, um seinna rauða spjaldið hafði hann þetta að segja: „Þetta var eins og hver önnur tækling á vellinum, það virðist vera voða þægilegt að gefa okkur ekki neitt.“ Baldur Sigurðsson: Við vorum síst betri aðilinn„Þetta er annar sigurinn hér í sumar og það er virkilega sætt að koma hérna aftur í bikarnum á erfiðasta útivelli landsins, ég segi það og skrifa. Við vorum síst betri aðilinn, ÍBV voru virkilega góðir, fullt hrós til þeirra,“ sagði Baldur Sigurðsson eftir 0-3 sigur sinna manna á því sem hann kallar erfiðasta útivelli landsins. „Fyrsta markið hjá Skara og góður varnarleikur, við vorum alveg klárir á að fara í framlenginu og vítaspyrnukeppni ef þess þyrfti, við vissum að við myndum eiga undir högg að sækja, sem varð svo raunin,“ sagði Baldur þegar hann var spurður að því hvað skóp sigurinn, en Eyjamenn voru síst verri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að leika manni færri í tæplega klukkutíma. „Mér finnst þetta rautt spjald, ofsafull framkoma er alltaf rautt spjald, þetta er bara heimskulegt,“ sagði Baldur í lokin er hann var spurður um fyrra rauða spjald Eyjamanna. Rúnar Kristinsson: Eina leiðin til að komast áfram er að sigra„Já ég er mjög ánægður, eina leiðin til að komast áfram er að sigra og við gerðum það,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigur sinna manna í dag, KR-ingar eru komnir í undanúrslit bikarsins fyrstir liða og á góðri leið að þriðja bikarmeistaratitli sínum á jafn mörgum árum. „Dugnaður alls liðsins, við vorum duglegir að hlaupa og verjast, þegar við fengum sénsinn þá nýttum við hann,“ sagði Rúnar sem var virkilega ánægður með sína menn, um rauðu spjöldinn hafði Rúnar þetta að segja: „þetta eru bara klár rauð spjöld, ekki spurning.“ Kjartan Henry Finnbogason kom inná þegar um það bil 20 mínútur lifðu leiks, Rúnar segist hafa verið mjög ángæður með Kjartan en hann skoraði tvö mörk. „Við erum að reyna að gefa honum eins margar mínútur og við getum, við þurftum á slíkum manni að halda til að klára þennan leik,“ sagði Rúnar loks.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira