Sérstakur saksóknari hefur ákært í alls 96 málum - 206 felld niður Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. júlí 2013 20:15 Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Alls er hundrað tuttugu og eitt mál í ákærumeðferð hjá sérstökum saksóknara og gefin hefur verið út ákæra í níutíu og sex málum. Miðað við þrengstu skilgreiningu á hrunmálum eru ákærur í þeim orðnar þrettán og hafa alls fjörutíu og fimm einstaklingar verið ákærðir. Tvö hundruð og sex mál hafa verið felld niður. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði sérstaks saksóknara sem fréttastofan hefur undir höndum. Alls hafa 512 mál komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara frá því embættið var stofnað hinn 31. mars 2009, en verkefni embættisins var að rannsaka mál sem tengdust falli íslensku bankanna. Þá tók embættið við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þegar embættið var lagt niður. Í nýju minnisblaði um tölfræði embættisins, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að embættið hafi sent alls 121 mál í ákærumeðferð til saksóknara frá og með 3. júní sl. Af þessum málum hefur verið gefin út ákæra í alls 96 málum. Af þessum 96 eru ákærur í eiginlegum hrunmálum orðnar alls 13, miðað við þrengstu skilgreiningu á þeim málum og alls hafa 45 einstaklingar verið ákærðir alls í þessum málum, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Heildarfjöldi mála sem eru enn í rannsókn er 134. Þessi hrunmál eru: Exeter-málið (Sakfellt í Hæstarétti) Mál Baldurs Guðlaugssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Vafningsmálið (Sakfellt í héraðsdómi - áfrýjað) Innherjasvik í Glitni (Sakfellt í héraðsdómi) Innherjasvik í Landsbankanum Fjárdráttur Hauks Þórs Haraldssonar (Sakfellt í Hæstarétti) Fjárdráttur í einkabankaþjónustu Kaupþings (Sakfellt í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun í Al-Thani máli (Bíður aðalmeðferðar í héraðsdómi) Markaðsmisnotkun Landsbankans (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Mál eignastýringar Glitnis banka (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Umboðssvik í Aurum-máli (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Ólögmæt hlutafjárhækkun Exista (Sakfelling að hluta og sýkna. Bíður áfrýjunar) Mál Karls og Steingríms Wernersbræðra í Milestone (Bíður meðferðar í héraðsdómi) Alls hafa 206 mál verið felld niður. Það þýðir að ekki hefur verið talin ástæða til útgáfu ákæru að lokinni rannsókn. Þá eru alls 31 mál sem bíða rannsóknar. Þessi árangur hlýtur að teljast viðunandi miðað við það sem lagt var upp með. Þess skal getið að í þeim 206 málum sem felld voru niður fór mikill tími í rannsókn og endanlega lúkningu en sú skylda hvílur á ákæruvaldi samvæmt sakamálalögum að gefa ekki út ákæru nema talið sé að hún leiði til sakfellingar. Samkvæmt lögum um embættið gat innanríkisráðherra, að fengnu áliti ríkissaksóknara, lagt embættið niður eftir 1. janúar 2013 sl. Stefnt er að því að embættið ljúki störfum í lok þessa árs, en framtíðarskipan rannsóknar efnahagsbrota er nú til umfjöllunar í sérstakri nefnd á vegum innanríkisráðuneytisins.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Hrunið Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira