Sóðakarl/kvendi Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júlí 2013 22:00 Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun