Körfubolti

LeBron hættur með landsliðinu?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LeBron James.
LeBron James. Nordicphotos/Getty
Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James hefur að líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Bandaríkin ef marka má heimildir Yahoo Sports.

LeBron, sem varð NBA meistari með Miami Heat annað árið í röð í sumar, hefur spilað fyrir hönd þjóðar sinnar á þremur Ólympíuleikum og segir blaðamaður Yahoo Sports hafa heimildir fyrir því að ef kallið kæmi í dag yrði svarið nei.

„LeBron verður þremur árum eldri á næstu Ólympíuleikum (31 árs). Þá verða drengirnir hans tveir orðnir eldri. Hann þarf tíma með fjölskyldu sinni," segir heimildarmaður miðilsins.

„Allir vita að í tilfelli LeBron verður að taka stöðuna hverju sinni. En ef hann yrði spurður núna yrði svarið nei."

Reikna má með því að Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder, taki við keflinu sem skærasta stjarna og mikilvægasti leikmaður landsliðsins. Hann hefur þegar lýst því yfir að hann sé tilbúinn að spila með landsliðinu næstu árin.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×