Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan | Vítaspyrna í súginn Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 25. júlí 2013 14:30 Mynd/Vilhelm Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki. Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir fjörugt 0-0 jafntefli í seinni leik sínum í annarri umferð forkeppninnar á Hásteinsvelli í dag, Rauða Stjarnan frá Belgrad vann fyrri leikinn 2-0 og nægði það þeim til sigurs í einvíginu. Serbneska liðið varð Evrópumeistari árið 1991. Í fyrri hálfleik var jafnræði á með liðunum en mátti vart sjá hvort liðið spilaði í atvinnumannadeild. Eyjamenn fóru langt á sínum dugnaði og vinnusemi og uppskáru nokkur færi og voru ansi nálægt því að koma knettinum í netið í nokkur skipti. Leikmenn Rauðu Stjörnunnar áttu þó sín færi en náðu ekki að nýta þau frekar en heimamenn. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks hitnaði heldur betur í kolunum og var þá varamanni Serbanna vikið af velli eftir tvö brot og tvö gul spjöld með stuttu millibili, Mihajlovic var alls ekki sáttur með það og strunsaði upp í búningsherbergi en á leiðinni kastaði hann umferðakeilu í bíl Víðis Þorvarðarsonar leikmanns ÍBV. Stuttu seinna komust Eyjamenn inn í teig andstæðinganna. Eftir nokkuð klafs í teignum fór boltinn í hönd Jovan Krneta varnarmanns Rauðu Stjörnunnar og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Gunnar Már, vítaskytta Eyjamanna, steig á punktinn en brást bogalistin. Gullið tækifæri fyrir heimamenn til þess að auka möguleika sína á lokamínútum leiksins í sandinn. Í uppbótartíma áttust Hermann Hreiðarsson og varnarmaður Serbanna við inni í vítateig gestanna. Serbinn virtist fá hendi Hermanns Hreiðarssonar í andlitið og féll við það í jörðina. Dómari leiksins sýndi Hermanni gula spjaldið en það var þjálfari gestanna ekki sáttur við og lét fjórða dómara leiksins heyra það. Ágætur dómari leiksins vísaði honum þá af velli. Gestirnir frá Belgrad kveiktu í blysum eftir lokaflaut dómarans, en gæslumönnum á Hásteinsvelli tókst að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Hermann Hreiðarsson: Mark hefði sett duft í leikinn„Það eru vonbrigði að detta út eins og leikurinn spilaðist. Frammistaða okkar í báðum leikjunum var frábær og ég get ekki beðið um meira en það,“ sagði Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Rauðu Stjörnunni í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. „Það segir meira en margt að vera hundfúlir með 0-0 jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Við vitum það að ef að við skorum eitt mark þá er ég nokkuð viss um að annað hefði fylgt í kjölfarið,“ sagði Hermann en hann var gríðarlega ánægður með baráttu sinna manna gegn gríðarlega sterku liði Rauðu Stjörnunnar. Eyjamenn fengu vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins þegar að boltinn fór í hendi varnarmanns serbneska liðsins, Gunnar Már Guðmundsson steig á punktinn en lét markmann gestanna, Boban Bajkovic verja frá sér. „Það voru önnur færi en vítaspyrnan. Eitt mark hefði sett ansi mikið duft í þetta,“ sagði Hemmi en bætti einnig við að Eyjamenn gæti borið höfuðið hátt eftir þessa leiki.
Fótbolti Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira