Bíó og sjónvarp

Nefnir myndina Of horses and Men

Tinni Sveinsson skrifar
Myndin er stjörnum prýdd en með helstu hlutverk í Hross í oss fara Helgi Björnsson, Charlotte Bøving, Ingvar E. Sigurðsson, Kjartan Ragnarsson, Atli Rafn Sigurðarson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri.
Myndin er stjörnum prýdd en með helstu hlutverk í Hross í oss fara Helgi Björnsson, Charlotte Bøving, Ingvar E. Sigurðsson, Kjartan Ragnarsson, Atli Rafn Sigurðarson, Steinn Ármann Magnússon og fleiri.
Of Horses and Men verður enska heitið á myndinni Hross í oss, fyrstu kvikmyndinni sem leikarinn Benedikt Erlingsson leikstýrir í fullri lengd.

Myndin var tekin síðasta sumar og verður hún frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum 28. ágúst. Gert er ráð fyrir að hún verði síðan tekin til sýninga í kvikmyndahúsum og á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Hross í oss fjallar um fólk sem býr í íslenskri sveit og hvernig íslenski hesturinn fléttast inn í örlög þeirra, ástir og dauða. Segja má að hún fjalli um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum, líkt og titill myndarinnar vísar til.

Myndin er stjörnum prýdd en með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Atli Rafn Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helgi Björnsson, Kjartan Ragnarsson, Erlingur Gíslason, María Ellingsen, Sigríður María Egilsdóttir og Juan Camillo Roman Estrada.

Aðalframleiðandi myndarinnar er Friðrik Þór Friðriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×