Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 09:02 Garpur segist fyrst og fremst þakklátur þeim Andreu og Þorsteini og sínu eigin teymi eftir tökur á Laugaveginum. Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir. „Laugavegshlaupið er svona frægasta hlaupið sem við eigum á Íslandi, bæði ef horft er á utanvegahlaup en líka bara hlaup yfirhöfuð,“ segir Garpur I. Elísabetarson leikstjóri myndarinnar í samtali við Vísi. Í myndinni fylgir hann eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu. Garpur segir alveg ljóst að áhugi á hlaupi hafi aldrei verið meiri. Höfðu hljóðnema á sér allt hlaupið „Hlaup er stækkandi íþrótt í heiminum og hlaupa myndir og þættir eru mjög vinsælir út um allan heim,“ segir Garpur. Hann segir að þó að á Íslandi sé minni markhópur sé áhuginn á hlaupum alltaf að aukast hérlendis og nefnir bakgarðshlaupin sem slegið hafa í gegn sem dæmi. Þar hefur Garpur verið í beinni útsendingu á Vísi og lýst hlaupunum. „Þessi utanvegahlaup okkar eru hrikalega krefjandi og um leið búum við á einu fallegasta landi í heimi. Þannig ég hugsaði bara að það væri kjörið að sameina áhugavert fólk, krefjandi áskoranir og fallega landið okkar saman í eina mynd.“ Á hlaupunum höfðu þau Þorsteinn og Andrea á sér hljóðnema allan tímann. Garpur segir þau bæði meðal fremstu hlaupara á Íslandi, Þorsteinn hafi þannig verið fyrirfram talinn líklegastur til að vinna hlaupið. „Fyrst og fremst eru þau bæði náttúrulega bara ótrúlega góðar manneskjur. Það var ótrúlegt að vinna með þeim báðum og þau tóku sem betur fer ótrúlega vel í allar brjáluðu hugmyndirnar mínar, eins og að hafa hljóðnema á sér allt hlaupið! Sem var virkilega skemmtileg viðbót við myndina.“ Andrea og Þorsteinn hlupu 55 kílómetra með hljóðnema. Garpur segir það hafa verið alvöru áskorun að fylgja hlaupurunum eftir. Það hafi tekið á, allt frá skipulagningu og til sjálfs hlaupsins. „En ég fekk með mér ótrúlega gott fólk, hæfileikaríkt fólk og jákvætt fólk sem var tilbúið að leggja mikið á sig til að láta þetta ganga upp. En ég lærði líka helling og hlakka til að gera þetta aftur!“ Hann bætir því við að hann hlakki mikið til þess að fólk fái loksins að sjá afraksturinn. „Og að leyfa fólki að njóta þess að fylgjast með þessu ofurfólki hlaupa þessa mögnuðu leið yfir hálendi Íslands.“ Magnað að endurupplifa tilfinningarnar Bæði Þorsteinn og Andrea eru sammála um að Garpi hafi með mynd sinni tekist að fanga þá einstöku stemningu sem sé að finna í Laugavegshlaupinu. Þorsteinn segir ótrúlega fallegt hvað langhlaupi gefi fólki mikla ró og Andrea tekur undir. „Garpur er með þessari mynd búin að uppfylla draum margra sem eru áhugasamir um að fylgjast með hvernig fremstu hlauparar haga sér og hugsa í keppnishlaupum. Stórbrotin náttúra, skemmtileg viðtöl, sandstormur og mjög þreyttir hlauparar í sinni bestu mynd,“ segir Andrea. Þorsteinn og Andrea segjast lítið hafa spáð í því að hafa verið með heilt tökulið á eftir sér. Þorsetinn segir það hafa veitt sér hvatningu frekar en að að það hafi eitthvað truflað. Laugavegshlaupið er eitt mest krefjandi en um leið fallega hlaupið á Íslandi. Gerður Þórarinsdóttir „Það var mjög peppandi og maður gaf alveg extra í þetta vitandi að það væri verið að mynda. En svo komu líka kaflar þar sem að maður tók ekkert eftir myndavélunum eða gleymdi algjörlega hljóðnemanum af því að maður var bara að einbeita sér að því að hlaupa og komast sem hraðast inn í Þórsmörk.“ Bæði hafa Andrea og Þorsteinn fengið að sjá myndina. Þorsteinn segir magnað að endurupplifa sterkar tilfinningar sem hann hafi fundið fyrir í hlaupinu. Andrea segist hlæjandi sérstaklega hafa tekið eftir einu. Sínum eigin andardrætti. „Ég er alltaf að ræskja mig, sem ég hef ekki haft hugmynd um! Ég held þetta sé ekki góður vani, svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um að minnka þetta.“ Þau segjast bæði eindregið hvetja lesendur Vísis til þess að prófa Laugavegshlaupið. Nægur tími sé til stefnu fyrir hlaupið á næsta ári til þess að undirbúa sig vel. Þorsteinn varar þó fólk við að mæta óundirbúið til leiks. „Sýndu Laugaveginum þá virðingu sem hann á skilið og æfðu almennilega fyrir hlaupið. Þá fyrst verður þetta stórkostleg upplifun.“ Kvikmyndin er forsýnd í dag í Egilshöll klukkan 17:15. Hægt er að skrá sig á sýninguna með því að smella hér. Hlaup Bíó og sjónvarp Laugavegshlaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Laugavegshlaupið er svona frægasta hlaupið sem við eigum á Íslandi, bæði ef horft er á utanvegahlaup en líka bara hlaup yfirhöfuð,“ segir Garpur I. Elísabetarson leikstjóri myndarinnar í samtali við Vísi. Í myndinni fylgir hann eftir þeim Þorsteini Roy Jóhannssyni og Andreu Kolbeinsdóttur í 55 kílómetra löngu hlaupinu. Garpur segir alveg ljóst að áhugi á hlaupi hafi aldrei verið meiri. Höfðu hljóðnema á sér allt hlaupið „Hlaup er stækkandi íþrótt í heiminum og hlaupa myndir og þættir eru mjög vinsælir út um allan heim,“ segir Garpur. Hann segir að þó að á Íslandi sé minni markhópur sé áhuginn á hlaupum alltaf að aukast hérlendis og nefnir bakgarðshlaupin sem slegið hafa í gegn sem dæmi. Þar hefur Garpur verið í beinni útsendingu á Vísi og lýst hlaupunum. „Þessi utanvegahlaup okkar eru hrikalega krefjandi og um leið búum við á einu fallegasta landi í heimi. Þannig ég hugsaði bara að það væri kjörið að sameina áhugavert fólk, krefjandi áskoranir og fallega landið okkar saman í eina mynd.“ Á hlaupunum höfðu þau Þorsteinn og Andrea á sér hljóðnema allan tímann. Garpur segir þau bæði meðal fremstu hlaupara á Íslandi, Þorsteinn hafi þannig verið fyrirfram talinn líklegastur til að vinna hlaupið. „Fyrst og fremst eru þau bæði náttúrulega bara ótrúlega góðar manneskjur. Það var ótrúlegt að vinna með þeim báðum og þau tóku sem betur fer ótrúlega vel í allar brjáluðu hugmyndirnar mínar, eins og að hafa hljóðnema á sér allt hlaupið! Sem var virkilega skemmtileg viðbót við myndina.“ Andrea og Þorsteinn hlupu 55 kílómetra með hljóðnema. Garpur segir það hafa verið alvöru áskorun að fylgja hlaupurunum eftir. Það hafi tekið á, allt frá skipulagningu og til sjálfs hlaupsins. „En ég fekk með mér ótrúlega gott fólk, hæfileikaríkt fólk og jákvætt fólk sem var tilbúið að leggja mikið á sig til að láta þetta ganga upp. En ég lærði líka helling og hlakka til að gera þetta aftur!“ Hann bætir því við að hann hlakki mikið til þess að fólk fái loksins að sjá afraksturinn. „Og að leyfa fólki að njóta þess að fylgjast með þessu ofurfólki hlaupa þessa mögnuðu leið yfir hálendi Íslands.“ Magnað að endurupplifa tilfinningarnar Bæði Þorsteinn og Andrea eru sammála um að Garpi hafi með mynd sinni tekist að fanga þá einstöku stemningu sem sé að finna í Laugavegshlaupinu. Þorsteinn segir ótrúlega fallegt hvað langhlaupi gefi fólki mikla ró og Andrea tekur undir. „Garpur er með þessari mynd búin að uppfylla draum margra sem eru áhugasamir um að fylgjast með hvernig fremstu hlauparar haga sér og hugsa í keppnishlaupum. Stórbrotin náttúra, skemmtileg viðtöl, sandstormur og mjög þreyttir hlauparar í sinni bestu mynd,“ segir Andrea. Þorsteinn og Andrea segjast lítið hafa spáð í því að hafa verið með heilt tökulið á eftir sér. Þorsetinn segir það hafa veitt sér hvatningu frekar en að að það hafi eitthvað truflað. Laugavegshlaupið er eitt mest krefjandi en um leið fallega hlaupið á Íslandi. Gerður Þórarinsdóttir „Það var mjög peppandi og maður gaf alveg extra í þetta vitandi að það væri verið að mynda. En svo komu líka kaflar þar sem að maður tók ekkert eftir myndavélunum eða gleymdi algjörlega hljóðnemanum af því að maður var bara að einbeita sér að því að hlaupa og komast sem hraðast inn í Þórsmörk.“ Bæði hafa Andrea og Þorsteinn fengið að sjá myndina. Þorsteinn segir magnað að endurupplifa sterkar tilfinningar sem hann hafi fundið fyrir í hlaupinu. Andrea segist hlæjandi sérstaklega hafa tekið eftir einu. Sínum eigin andardrætti. „Ég er alltaf að ræskja mig, sem ég hef ekki haft hugmynd um! Ég held þetta sé ekki góður vani, svo ég ætla að reyna að vera meðvituð um að minnka þetta.“ Þau segjast bæði eindregið hvetja lesendur Vísis til þess að prófa Laugavegshlaupið. Nægur tími sé til stefnu fyrir hlaupið á næsta ári til þess að undirbúa sig vel. Þorsteinn varar þó fólk við að mæta óundirbúið til leiks. „Sýndu Laugaveginum þá virðingu sem hann á skilið og æfðu almennilega fyrir hlaupið. Þá fyrst verður þetta stórkostleg upplifun.“ Kvikmyndin er forsýnd í dag í Egilshöll klukkan 17:15. Hægt er að skrá sig á sýninguna með því að smella hér.
Hlaup Bíó og sjónvarp Laugavegshlaupið Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira