Íslandsmeistarar FH taka á móti Ekranas frá Litháen í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu annað kvöld.
FH-ingar unnu frækinn 1-0 sigur í fyrri viðureign liðanna í Litháen í síðustu viku. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik. Litháarnir fengu góð færi í leiknum en Róbert Örn Óskarsson og markstangir FH-inga björguðu Hafnfirðingum.
Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

