Kínversk eftirherma VW Taigun Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 11:15 Sá kínverski og fyrirmyndin Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Kínverjar hafa gegnum tíðina verið ansi grófir við að stela hönnun annarra, hvort sem það er í bílaiðnaðinum eða annarri framleiðslu. Jiangsu Lake Motors í Kína hefur þó gengið ansi langt með því að sækja um einkaleyfi fyrir þessum bíl í heimalandinu, en hann er svo til alger eftirmynd af jepplingi sem Volkswagen vinnur nú að en er ekki enn kominn í sölu. Frá flestum hliðum er sá kínverski hreinlega alveg eins og sá þýski, þó síst að framan. Kínverska fyrirtækið ætlar að setja þessa eftirhermu á markað árið 2016. Það sem þykir einna sérstakast við þessa óskammfeilnu aðgerð kínverska framleiðandans er að það skuli nú reyna að sækjast eftir einkaleyfi á vinnu annarra og einnig að það gerir fyrirtækið áður en fyrirmyndin er komin á markað. Búast má við því að Volkswagen kæri kínverska framleiðandann fyrir þjófnað á útliti Taigun.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent