Miðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen er genginn í raðir rússneska félagsins FC Ural. Sölvi staðfesti þetta við íþróttadeild en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Sölvi Geir hefur verið á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku undanfarin ár en yfirgaf liðið í sumar. Líkt og Vísir fjallaði um í gær benti flest til þess að Sölvi væri á leið til rússneska félagsins.
Mikill uppgangur er hjá FC Ural sem tryggði sér í fyrra sæti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. Liðinu hefur þó ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og tapað fyrstu þremur leikjum sínum.
