Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er nálægt því að ganga til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið Sampdoria samkvæmt fréttum á ítölskum netmiðlum í kvöld. Birkir vildi samt ekki tjá sig um stöðu mála þegar Vísir heyrði í honum og sagði að málið væri á viðkvæmu stigi.
Alfredo Pedulla, sérfræðingur á ítalska félagsskiptamarkaðnum, greindi frá því á heimasíðu sinni í kvöld að Sampdoria væri við það að ná samkomulagi við Pescara og að félagið hafi komið inn þegar allt leit út fyrir að Birkir væri að fara til nýliðanna í Sassuolo.
Pedulla staðfestir þó ekki félagsskiptin ekki frekar en Birkir sjálfur og það er líklegast að þetta gangi ekki í gegn fyrr en seinna í kvöld eða á morgun. Það bendir samt flest til þess að Birki spili með Sampdoria í vetur.
Birkir og félagar í Pescara féllu úr ítalsku A-deildinni í fyrra en ítalska félagið var fyrst með hann á láni frá Standard Liege en keypti hann síðan í sumar.
