Körfubolti

Gasol á að tryggja Madríd Ólympíuleikana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kobe Bryant hughreystir Pau Gasol en síðasta leiktíð reyndist Lakers erfið.
Kobe Bryant hughreystir Pau Gasol en síðasta leiktíð reyndist Lakers erfið. Nordicphotos/Getty
Pau Gasol, miðherji Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, verður talsmaður Madrídar sem vill halda Ólympíuleikana sumarið 2020. Sports Illustrated greinir frá þessu.

Spánverjinn 33 ára mun koma fyrir Alþjóðaólympíunefndina í september á fundi í Buenos Aires og tala máli höfuðborgar Spánar. Madríd keppir við Tókíó og Istanbúl um heiðurinn að halda leikana.

Gasol, sem orðið hefur NBA-meistari í tvígang með Lakers og fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleikinn, segir að Ólympíuleikarnir gætu hjálpað þjóð sinni sem glímir við mikið atvinnuleysi í kjölfar fjármálahrunsins.

Nefndin mun tilkynna ákvörðun sína þann 7. september í Argentínu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×