Hinn 34 ára gamli Tracy McGrady hefur lagt skóna eftir 16 ára feril í NBA-deildinni. McGrady var sjö sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og tvisvar var hann stigakóngur.
"Það eru komin sextán ár af því að spila leikinn sem ég elska. Þetta var frábært en nú er ég kominn á leiðarenda," sagði McGrady.
Hann spilaði með Toronto, Orlando, Houston, New Yrok, Detroit, Atlanta og San Antonio á ferlinum. Geri aðrir betur.
McGrady var valinn níundi í nýliðavalinu á sínum tíma en hann kom beint úr framhaldsskóla. Hann átti mörg frábær ár en lék sama og ekkert í fyrra.
McGrady leggur skóna á hilluna

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti



„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn
