Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað Marín Manda skrifar 25. ágúst 2013 10:15 Olga Björt Þórðardóttir. Olga Björt Þórðardóttir hefur stofnað sprotaverkefnið Minningasmiðjuna fyrir alla sem vilja varðveita fallegar og skemmtilegar stundir.Tók fyrsta viðtalið við ömmu "Ég tók fyrsta viðtalið við ömmu mína þegar ég var 11 ára. Síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og ég sá möguleikann í því að gera miklu meira en bara að taka viðtöl við fólk. Það er svo heillandi að fólk hafi frá mörgu að segja frá ýmsum þroskastigum og ég hef áhuga á að greina kjarnann í viðfangsefninu svo sagan glatist ekki," segir Olga Björt, sem nú hefur komið sprotaverkefninu Minningasmiðjan á laggirnar. Olga Björt hefur fína reynslu af viðtölum og skrásetningu gagna, en hún er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku. Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu eftir að hún varð móðir og foreldrar hennar fóru að eldast.Eitt það dýrmætasta sem við eigum "Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað en upptökur eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum þegar manneskja fellur frá." Minningasmiðjan felur í sér þá þjónustu að auðvelda fólki að varðveita viðburði og minningar af ýmsu tagi en Olga Björt tekur einlæg viðtöl og skrásetur og vinnur á endanlegt form eftir óskum hvers og eins. Um er að ræða viðburðamyndbönd, viðtöl við verðandi brúðhjón, viðtöl við nánasta fólk einhvers sem á stórafmæli, við ömmu og afa eða viðtöl við börn. Olga Björt segir að eðlilega þurfi fólk að melta það að til sé svona þjónusta en þetta sé í leiðinni hvatning til þess að tala meira hvert við annað og taka upp á myndband. "Fólk má ekki fresta því að taka svona ákvarðanir. Viskan kemur ekki bara frá gamla fólkinu því við erum öll með einhvers konar visku á ýmsu þroskastigi. Unglingur hefur til dæmis vissa sýn á lífið eins og hann upplifir sig þá stundina og það er bara skemmtilegt." Hægt er að hafa samband við Minningasmiðjuna í gegnum olgabjort@gmail.com eða í gegnum vefsíðuna www.olgabjort.com. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Olga Björt Þórðardóttir hefur stofnað sprotaverkefnið Minningasmiðjuna fyrir alla sem vilja varðveita fallegar og skemmtilegar stundir.Tók fyrsta viðtalið við ömmu "Ég tók fyrsta viðtalið við ömmu mína þegar ég var 11 ára. Síðan þá hef ég alltaf haft mikinn áhuga á fólki og ég sá möguleikann í því að gera miklu meira en bara að taka viðtöl við fólk. Það er svo heillandi að fólk hafi frá mörgu að segja frá ýmsum þroskastigum og ég hef áhuga á að greina kjarnann í viðfangsefninu svo sagan glatist ekki," segir Olga Björt, sem nú hefur komið sprotaverkefninu Minningasmiðjan á laggirnar. Olga Björt hefur fína reynslu af viðtölum og skrásetningu gagna, en hún er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku. Hún segist hafa fengið hugmyndina að verkefninu eftir að hún varð móðir og foreldrar hennar fóru að eldast.Eitt það dýrmætasta sem við eigum "Við vitum aldrei hve lengi við höfum hvert annað en upptökur eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum þegar manneskja fellur frá." Minningasmiðjan felur í sér þá þjónustu að auðvelda fólki að varðveita viðburði og minningar af ýmsu tagi en Olga Björt tekur einlæg viðtöl og skrásetur og vinnur á endanlegt form eftir óskum hvers og eins. Um er að ræða viðburðamyndbönd, viðtöl við verðandi brúðhjón, viðtöl við nánasta fólk einhvers sem á stórafmæli, við ömmu og afa eða viðtöl við börn. Olga Björt segir að eðlilega þurfi fólk að melta það að til sé svona þjónusta en þetta sé í leiðinni hvatning til þess að tala meira hvert við annað og taka upp á myndband. "Fólk má ekki fresta því að taka svona ákvarðanir. Viskan kemur ekki bara frá gamla fólkinu því við erum öll með einhvers konar visku á ýmsu þroskastigi. Unglingur hefur til dæmis vissa sýn á lífið eins og hann upplifir sig þá stundina og það er bara skemmtilegt." Hægt er að hafa samband við Minningasmiðjuna í gegnum olgabjort@gmail.com eða í gegnum vefsíðuna www.olgabjort.com.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira