Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, var í gær kjörinn nýr forseti leikmannasamtaka NBA-deildarinnar. Hann tekur við því starfi af Derek Fisher.
Stjörnur deildarinnar hafa ekki sýnt þessu starfi mikinn áhuga á síðustu árum og síðasta alvöru stjarnan sem var forseti var Patrick Ewing árið 2001.
Leikmennirnir vildu hafa stóra stjörnu í forsetastólnum því það gefur samtökunum meiri vigt og þeim eru um leið sýnd meiri áhugi en ella.
Paul hefur verið varaforseti samtakanna síðustu fjögur ár og veit því vel hvernig allt gengur fyrir sig þar.
"Þetta er mikil áskorun fyrir mig og algjörlega frábært tækifæri fyrir mig. Það er mikil ábyrgð sem fylgir þessari stöðu en ég hef sem betur fer góða menn með mér í stjórninni," sagði Paul.
Chris Paul orðinn forseti leikmannasamtakanna

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti





Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn

Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti
