Keppni hefst á ný í F1 Rúnar Jónsson skrifar 22. ágúst 2013 08:05 Button fagnar sigri á Spa í fyrra. Ellefta keppni tímabilsins í F1-kappakstrinum fer fram um helgina á Spa-brautinni í Belgíu. Eftir fjögurra vikna hlé mæta kapparnir til leiks á þessa sögufrægu braut sem er ein sú hraðasta og lengsta á tímabilinu, 7,004 km að lengd. Belgíski kappaksturinn fer fram í 46. skipti á Spa-brautinni um helgina og hefst þar með strembin lokahluti í F1 næstu þrjá mánuði sem samanstendur af níu keppnum. Á síðasta ári var það Jenson Button sem fagnaði sigri í belgíska kappakstrinum og er það eini sigur hans á þessari braut í ellefu keppnum. Button hefur átt erfitt uppdráttar á þessu ári og hefur ekki enn komist á verðlaunapall á þessu tímabili. Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel leiðir stigakeppni ökumanna með 172 stig, Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen er í öðru sæti með 134 stig og Spánverjinn Fernando Alonso í þriðja sæti með 133 stig. Það er því ljóst að baráttan verður mikil um hvert stig í keppninni á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 11.30. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ellefta keppni tímabilsins í F1-kappakstrinum fer fram um helgina á Spa-brautinni í Belgíu. Eftir fjögurra vikna hlé mæta kapparnir til leiks á þessa sögufrægu braut sem er ein sú hraðasta og lengsta á tímabilinu, 7,004 km að lengd. Belgíski kappaksturinn fer fram í 46. skipti á Spa-brautinni um helgina og hefst þar með strembin lokahluti í F1 næstu þrjá mánuði sem samanstendur af níu keppnum. Á síðasta ári var það Jenson Button sem fagnaði sigri í belgíska kappakstrinum og er það eini sigur hans á þessari braut í ellefu keppnum. Button hefur átt erfitt uppdráttar á þessu ári og hefur ekki enn komist á verðlaunapall á þessu tímabili. Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel leiðir stigakeppni ökumanna með 172 stig, Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen er í öðru sæti með 134 stig og Spánverjinn Fernando Alonso í þriðja sæti með 133 stig. Það er því ljóst að baráttan verður mikil um hvert stig í keppninni á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 11.30.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira