Juventus var í miklu stuði í kvöld og þá sérstaklega Arturo Vidal er liðið rúllaði yfir Lazio, 4-1.
Vidal skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og lagði upp það síðasta fyrir Carlos Tevez. Mirko Vucinic komst einnig á blað hjá Juve.
Það var Þjóðverjinn ótrúlegi Miroslav Klose sem skoraði mark Lazio. Hann minnkaði þá muninn í 2-1 en það reyndist skammgóður vermir.
Juventus er því með fullt hús eftir tvær umferðir en Lazio er með þrjú stig.
Napoli er einnig með fullt hús eftir 2-4 sigur á Chievo í dag þar sem Marek Hamsik skoraði tvö mörk fyrir Napoli.
Vidal óstöðvandi gegn Lazio

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti




