Körfubolti

Hrækti framan í Scottie Pippen

Þessi dama var ekki með neina stæla og fékk bolamynd af sér með Pippen.
Þessi dama var ekki með neina stæla og fékk bolamynd af sér með Pippen.
Það er stundum erfitt að vera frægur og það fékk NBA-goðsögnin Scottie Pippen að reyna í sumar. Þá lenti hann í uppáþrengjandi aðdáanda.

Sá vildi fá mynd og eiginhandaráritun inn á veitingastað í Los Angeles. Aðdáandinn, Camran Shafighi, var aftur á móti með leiðindi og fékk því ekki mynd af sér með Pippen.

Shafighi var að sögn talsvert drukkinn og hann elti Pippen út af veitingastaðnum síðar. Bað þá aftur um mynd og eiginhandaráritun. Pippen hafnaði honum á nýjan leik.

Shafighi brást hinn versti við, greip í Pippen og hrækti framan í hann. Að sögn Shafighi á Pippen að hafa svarað með því að kýla hann í götuna og sparka síðan ítrekað í hann. Því neitaði Pippen staðfastlega.

Pippen viðurkenndi að hafa hrækt á móti og ýtt Shafighi frá sér. Aðdáandinn fór síðan í mál við Pippen og vildi fá litlar 4 milljónir dollara frá honum.

Rannsókn hefur síðan leitt í ljós að Shafighi fékk einhvern til þess að lemja sig svo meiðslin væru verri og hann gæti farið í mál. Nú er búið að vísa því máli frá.

Pippen íhugar skaðabótamál á hendur Shafighi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×