Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann unnu 1-0 heimasigur á nágrönnum sínum í Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Brann-liðið lék manni færri síðustu 23 mínútur leiksins.
Birkir Már Sævarsson var að sjálfsögðu í hægri bakvarðarstöðunni og spilaði allar 90 mínúturnar. Það var Austurríkismaðurinn Martin Pusić sem skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu.
Miðjumaðurinn Fredrik Haugen fékk sitt annað gula spjald á 67. mínútu og Brann var því manni færri eftir það.
Brann er að rétt úr kútnum eftir erfiðar vikur þar sem liðið lék sex deildarleiki í röð án þess að vinna og missti fyrir vikið af toppbaráttunni. Brann vann sinn annan leik í röð í kvöld og fylgdi þá eftir 3-1 útisigri á Odd um síðustu helgi.

