Íslandsmet í niðurhali Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2013 14:35 Útvarpsstjarnan Siggi Hlö vekur athygli á Útvappinu. Notendur hafa tekið smáforritinu fagnandi. Útvappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 segir Íslendinga hafi slegið íslandsmet í niðurhali á appinu, jafnvel heimsmet miðað við höfðatölu. Í lok apríl gáfu 365 miðlar út Útvappið, nýtt smáforrit fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla, bæði í beinni útsendingu og einnig á eldri upptökur þátta og hljóðbrot úr dagskránni. Notandinn getur hlustað hvar sem er og hvenær sem er, á Bylgjuna, FM957, X977 og fimm aðrar útvarpsstöðvar með einföldu notendaviðmóti. Útvappið er hið fyrsta sinnar tegundar og er viðmót appsins á íslensku. Ágúst Héðinsson segir viðbrögðin betri en nokkur þorði að vona. „Já, við settum okkur það markmið að ná þrjátíu þúsund notendum, að ná því markmiði í lok árs. En, við erum nú komin í 50 þúsund tæki; spjaldtölvur og snjallsíma.“ Þarna er verið að slá met í tengslum við niðurhal á smáforriti: „Eftir því sem við best vitum hefur ekkert íslenskt smáforrit komist í álíka tölu og þessa,“ segir Ágúst. Allir fjölmiðlar hafa gengist undir miklar breytingar, í raun byltingu með tilkomu netsins. Einnig útvarpið þó fátt virðist fá því haggað. „Já, við erum á fleygiferð að taka þátt í þessu. Við verðum að mæta þessu. Notkun á fjölmiðlum er að breytast mjög hratt; með þráðlausum netum, 3G og svo næst 4G. Þannig að segja má að útvarpstækjum hafi fjölgað verulega. Ætli séu ekki yfir hundrað þúsund sjallsímar á markaðnum og ætla má að við séum komnir í öll þau tæki,“ segir Ágúst Héðinsson. Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Útvappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 segir Íslendinga hafi slegið íslandsmet í niðurhali á appinu, jafnvel heimsmet miðað við höfðatölu. Í lok apríl gáfu 365 miðlar út Útvappið, nýtt smáforrit fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla, bæði í beinni útsendingu og einnig á eldri upptökur þátta og hljóðbrot úr dagskránni. Notandinn getur hlustað hvar sem er og hvenær sem er, á Bylgjuna, FM957, X977 og fimm aðrar útvarpsstöðvar með einföldu notendaviðmóti. Útvappið er hið fyrsta sinnar tegundar og er viðmót appsins á íslensku. Ágúst Héðinsson segir viðbrögðin betri en nokkur þorði að vona. „Já, við settum okkur það markmið að ná þrjátíu þúsund notendum, að ná því markmiði í lok árs. En, við erum nú komin í 50 þúsund tæki; spjaldtölvur og snjallsíma.“ Þarna er verið að slá met í tengslum við niðurhal á smáforriti: „Eftir því sem við best vitum hefur ekkert íslenskt smáforrit komist í álíka tölu og þessa,“ segir Ágúst. Allir fjölmiðlar hafa gengist undir miklar breytingar, í raun byltingu með tilkomu netsins. Einnig útvarpið þó fátt virðist fá því haggað. „Já, við erum á fleygiferð að taka þátt í þessu. Við verðum að mæta þessu. Notkun á fjölmiðlum er að breytast mjög hratt; með þráðlausum netum, 3G og svo næst 4G. Þannig að segja má að útvarpstækjum hafi fjölgað verulega. Ætli séu ekki yfir hundrað þúsund sjallsímar á markaðnum og ætla má að við séum komnir í öll þau tæki,“ segir Ágúst Héðinsson.
Tækni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira